Augnskoðun í júní - Hafnarfirði & Akureyri

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Önnur augnskoðun ársins 2024 fer fram dagana 27.-29. júní á Melabraut 17, 220 Hafnarfirði og 27. júní á Akureyri. Jens Kai Knudsen og Pia Bjerre Pedersen frá Danmörku munu skoða í þessari skoðun, Jens skoðar á Akureyri.
Við höldum áfram að taka einungis við skráningum í gegnum vefverslun HRFÍ þar sem skrá þarf inn upplýsingar um eiganda ásamt ættbókarnafni og númer hunds sem er verið að skrá. Í skráningunni sér fólk hvaða tímar eru lausir og hversu mörg pláss eru í hvern tíma. Greitt er fyrir tímann við bókun í gegnum vefverslun, ekki er tekið við millifærslum. Augnskoðun kostar 11.500 kr. fyrir virka félagsmenn. Athugið, takmarkað pláss er í boði í hverja skoðun. Skráning lokast í augnskoðun viku fyrir skoðun, eða fyrr ef allt fyllist. 
Bókun í augnskoðun í HAFNARFIRÐI fer fram hér.
Bókun í augnskoðun á AKUREYRI fer fram hér.